Fótbolti

Benni McCarthy hugsar sér til hreyfings

Benni McCarthy
Benni McCarthy

Benni McCarthy leikmaður Blackburn hefur lýst því yfir að hann vilji yfirgefa félag sitt ef stórlið eins og Chelsea sækist eftir honum. Suður-Afríkumaðurinn sem sigraði Meistaradeild Evrópu með Porto fyrir þremur árum er hræddur um að ferill hans komist ekki á réttan kjöl ef hann kemst ekki aftur í Meistaradeildina áður enn hann verður 29 ára.

McCarthy kom til Blacburn frá Porto síðasta sumar fyrir 1.8 milljón pund og hefur reynst félaginu hverrar krónu virði. Honum líður vel hjá Blacburn en segir sakna Meistaradeildarinnar sárt.

„Þegar ég er heima hjá mér að horfa á leiki í Meistaradeildinni og heyri tónlist hennar rennur upp fyrir mér að ég er að fara á mis við stóran part af mínu knattspyrnu-eðli", segir McCarthy og bætir við. „Ef lið úr Meistaradeildinni eins og Chelsea færi að falast eftir mér myndi ég hugsa mig vandlega um".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×