Fótbolti

Kaka orðinn þreyttur

Mikið mæðir á Kaka um þessar mundir.
Mikið mæðir á Kaka um þessar mundir. MYND/NordicPhotos/GettyImages

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Kaka hefur skrifað opinbert bréf til brasilíska knattspyrnusambandsins þar sem hann biðst undan því að leika með brasilíska landsliðinu á Copa America mótinu í sumar. Í bréfinu segist Kaka vera of þreyttur til að taka þátt af fullum krafti.

Kaka hefur verið í byrjunarliði félagsliðs síns AC Mílan í 30 af 35 deildarleikjum þess í seríu-A á Ítalíu í vetur, auka 14 leikja í bikarkeppninni ítölsku og leikjum í Meistaradeild Evrópu.

„Ég hef ekki hvílt mig í þrjú ár", segir hann í bréfinu. „Ég geri ekki ráð fyrir að vera í mínu besta formi ef sóst verður eftir kröftum mínum".

Hinn 25 ára miðjumaður hefur leikið einstaklega vel undanfarin ár og er af mörgum álitinn besti knattspyrnumaður heims um þessar mundir. Hann ætti því öruggt sæti í brasilíska landsliðinu á Copa America mótinu sem fram fer í Venesúela dagana 26 júní til 15 júlí.

Þrátt fyrir allt er Kaka staðráðinn í að ljúka tímabilinu með AC Mílan og leggja sig allan fram í úrslitaviðureign þeirra við Liverpool í Meistaradeild Evrópu þann 23 maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×