Fótbolti

Samningur undirritaður til eflingar kvennaknattspyrnunnar

MYND/Fréttablaðið

Tryggingamiðstöðin hefur heitið því að leggja sitt af mörkum til eflingar kvennaknattspyrnunnar á landinu. Til þess hefur Tryggingarmiðstöðin gert risasamning við bestu knattspyrnukona landsins, Margréti Láru Viðarsdóttur.

Samstarfssamningurinn er til þriggja ára og verður Margrét andlit Tryggingamiðstöðvarinnar í markaðsstarfi sem felst í átaki til að efla kvennaknattspyrnuna í landinu.Margrét Lára mun halda fyrirlestra um fótbolta fyrir yngri flokka um allt land og vera með æfingar í samráði við félögin.

Óskar Magnússon, forstjóri TM, sagði að Margrét Lára væri glæsileg fyrirmynd ungra stúlkna á landinu og því væri hann sannfærður um að útbreiðslustarfið ætti eftir að skila árangri.

Margét Lára sló markametið í í fyrrasumar og varð Ísalnds- og bikarmeistari og kjörin leikmaður ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×