Fótbolti

Southampton 1-2 Derby

Steve Howard var hetja Derby þegar liðið lagði Southampton 1:2 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn fór fram á heimavelli Southampton. Það var Adrew Surman sem kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en Howard tóks að jafna skömmu síðar. Sigurmarkið kom svo í síðari hálfleik og var þar Howard aftur að verki.

Síðari viðureign liðanna fer fram á heimavelli Derby á þriðjudaginn. Í hinni úrslitaviðureigninni leikur Wolves við WBA




Fleiri fréttir

Sjá meira


×