Erlent

Ógiltu úrskurð forseta

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands.
Hosni Mubarak, forseti Egyptalands. MYND/AFP
Egypskur dómstóll ógilti í dag úrskurð forseta landsins um að rétta yfir 40 meðlimum Bræðaralags múslima í herrétti. Forsetinn, Hosni Mubarak, hafði vísað máli þeirra til herréttar vegna gruns um að þeir tengdust hryðjuverkastarfsemi.

Dómarinn sem ógilti úrksurð Mubaraks sagði að hann ætti sér ekki lagalegan grundvöll. Mubarak breytti stjórnarskrá landsins í mars síðastliðnum og tók sér þá völd til þess að vísa hverjum sem hann grunaði um hryðjuverkatengda starfsemi til herréttar. Mubarak hafði vísað mönnunum 40 til herréttar áður en þau lög tóku gildi.

Sjaldgæft er að dómstólar í Egyptalandi gangi gegn úrskurðum forsetans. Venjulega hunsa stjórnvöld tilmæli og úrskurði dómstóla ef það kemur fyrir. Einnig draga þau málin á langinn og reyna allt til þess að koma sínu fram. Mennirnir hafa verið í haldi lögreglu síðan í nóvember á síðasta ári.

Bræðralag múslima er stjórnmálaflokkur sem yfirvöld hafa bannað. Hann byggir á Íslam. Hann var bannaður eftir að hann náði 20% þingsæta í kosningum árið 2005.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×