Erlent

Kindakappreiðar slá í gegn

VIðburðurinn þykir kannski ekki jafn fínn og veðreiðarnar í Kentucky og Drottningin er svo sannarlega ekki á meðal áhorfenda. Engu að síður virðast Sauðfjárkappreiðarnar hafa orðið að stórviðburði í hluta Englands. Í þeim takast hreinræktaðir gæðingar á við girðingarnar og á meðal keppenda eru Vefstóllinn, Skurður Darners og Rýjingarlækur.

Brautin sem kappreiðarnar fara fram á er 200 metra löng og liggur í hálfhring. Tveimur kindum var bannað að keppa eftir læknisskoðun morguninn fyrir keppni og voru því 17 eftir. Veðbankar töldu hrútinn Hoppandi Jakob líklegastan til sigurs en ærin Gullna flísið þótti koma sterk inn. Eins og sjá má í fréttinni sitja knapar úr lopa kindurnar. Að lokum var það ærin Engiferhneta og lopaknapi hennar Roger Ram, sem báru sigur úr býtum. Í sigurlaun fékk Engiferhneta fæðið við enda brautarinnar og eigendur hennar rétt til þess að stæra sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×