Eins og 150 sólir spryngju - jörðin væri horfin Óli Tynes skrifar 8. maí 2007 13:28 Stjörnufræðingar hafa náð myndum af stærstu og skærustu sprengistjörnu sem þeir hafa nokkru sinni séð. Stjarnan sem sprakk er 150 sinnum stærri en sólin. Kraftinn er hreinlega ekki hægt að ímynda sér. Sem betur fer er stjarnan 240 milljón ljósár frá jörðinni, og hún því ekki í neinni hættu. Ef þessi stjarna hefði verið þar sem sól jarðarinnar er, þegar hún sprakk, væri jörðin hreinlega horfin. Stjarnan fannst á síðasta ári og síðan hafa allir stórir stjörnustjónaukar heimsins beinst að henni. Þessi deyjandi stjarna gengur undir nafninu SN2006gy. Myndir af henni voru þó ekki birtar fyrr en í gær. Nathan Smith, sem stjórnar skoðun stjörnunnar við háskólann í Kaliforníu segir að hún sé fimm sinnum bjartari en nokkur sprengistjarna sem þeir hafi séð. "Hún er bara svo miklu stærri en allt annað. Það er lamandi að fylgjast með þessu," segir hann. Sævar Helgi Bragason, eðlisfræðingur, segir um sprengistjörnur: Sprengistjörnur (e. supernova) eru meðal mestu hamfara sem þekkjast í alheiminum. Orkan sem losnar úr læðingi þegar stjarna springur er hrikaleg og sést það best á því að við sprenginguna verður stjarnan jafn björt eða bjartari en heil vetrarbraut.Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá tölvugerðan myndbút af því þegar sprengistjarnan sprakk. Á eftir því ræða vísindamenn NASA um stjörnuna og möguleikann á því að önnur stjarna, Chandra, verði að sprengistjörnu. Chandra er mun nær jörðinni en SN2006gy en þó svo hún myndi springa kæmi ekkert fyrir jörðina. Fólk sem býr á suðurhveli jarðar gæti þó séð fegurðina berum augum. Erlent Vísindi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa náð myndum af stærstu og skærustu sprengistjörnu sem þeir hafa nokkru sinni séð. Stjarnan sem sprakk er 150 sinnum stærri en sólin. Kraftinn er hreinlega ekki hægt að ímynda sér. Sem betur fer er stjarnan 240 milljón ljósár frá jörðinni, og hún því ekki í neinni hættu. Ef þessi stjarna hefði verið þar sem sól jarðarinnar er, þegar hún sprakk, væri jörðin hreinlega horfin. Stjarnan fannst á síðasta ári og síðan hafa allir stórir stjörnustjónaukar heimsins beinst að henni. Þessi deyjandi stjarna gengur undir nafninu SN2006gy. Myndir af henni voru þó ekki birtar fyrr en í gær. Nathan Smith, sem stjórnar skoðun stjörnunnar við háskólann í Kaliforníu segir að hún sé fimm sinnum bjartari en nokkur sprengistjarna sem þeir hafi séð. "Hún er bara svo miklu stærri en allt annað. Það er lamandi að fylgjast með þessu," segir hann. Sævar Helgi Bragason, eðlisfræðingur, segir um sprengistjörnur: Sprengistjörnur (e. supernova) eru meðal mestu hamfara sem þekkjast í alheiminum. Orkan sem losnar úr læðingi þegar stjarna springur er hrikaleg og sést það best á því að við sprenginguna verður stjarnan jafn björt eða bjartari en heil vetrarbraut.Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá tölvugerðan myndbút af því þegar sprengistjarnan sprakk. Á eftir því ræða vísindamenn NASA um stjörnuna og möguleikann á því að önnur stjarna, Chandra, verði að sprengistjörnu. Chandra er mun nær jörðinni en SN2006gy en þó svo hún myndi springa kæmi ekkert fyrir jörðina. Fólk sem býr á suðurhveli jarðar gæti þó séð fegurðina berum augum.
Erlent Vísindi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira