Vinnuálag foreldra orsök eyrnavandamála Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 8. maí 2007 12:10 Barni gefið lyf í æð. MYND/Getty Að meðaltali eru tvö til fimm börn lögð inn á spítala í hverjum mánuði til að fá sýklalyf í æð, þar sem venjuleg sýklalyf virka ekki lengur á þau. Doktor í læknisfræði segir mikla notkun hjá börnum aðallega tilkomna vegna miðeyrnabólgu, en við henni er sýklalyfjameðferð óþörf. Hins vegar geti sýklalyfjanotkunin skapað endurtekin eyrnavandamál. Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir og doktor í læknisfræði telur að skýringa mikilla sýklalyfjanotkunar barna megi leita í miklu vinnuálagi foreldra. Flest börn fá sýklalyfjameðferð á skyndivöktum. Bráðaþjónusta er að færast frá degi til kvöld- og næturvakta. Breytingin er um 10-15 prósent milli ára. Hann spyr hvort slæm eyrnaheilsa hér á landi sé ásakapað vandamál. Sýklalyfjanotkunin geti aukið hættu á endurteknum eyrnavandamálum. Auk þess smitast sýklaónæmar bakteríur í nefi auðveldlega milli barna í leikskólum. Frítökuréttur foreldra frá vinnu vegna veikinda barna þurfi að vera betur tryggður svo börn geti verið heima á meðan þau eru veik. Smithætta yrði þá minni sem og þrýstingur á ávísun sýklalyfja. Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál og er talin ein mesta heilbrigðisógnun framtíðar af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni. Aukningin hérlendis hefur vakið heimsathygli að sögn Vilhjálms. Hann segir þróunina hafa átt sér stað á síðastliðnum tíu árum. Hún sé fyrirboði um mun alvarlegra vandamál. Síðastliðin tvö ár hafi sýklalyfjanotkun aukist um 16 prósent. Átak á Egilsstöðum hefur skilað sér í fækkun á notkun sýklalyfja um tvo þriðju. Á tímabilinu hefur eyrnabörnum sömuleiðis fækkað um þriðjung. Vilhjálmur segir að á landsvísu þurfi nú langfæst börn á Egilsstöðum rör í eyru. Í Vestmannaeyjum sé þróunin hins vegar öfug. Þar þurfi annað hvert barn rör. Átak gegn sýklalyfjanotkun í þessum tilfellum er nýlokið. Málið var kynnt á vornámskeiði greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Þar má nálgast frekara efni um málið. Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Að meðaltali eru tvö til fimm börn lögð inn á spítala í hverjum mánuði til að fá sýklalyf í æð, þar sem venjuleg sýklalyf virka ekki lengur á þau. Doktor í læknisfræði segir mikla notkun hjá börnum aðallega tilkomna vegna miðeyrnabólgu, en við henni er sýklalyfjameðferð óþörf. Hins vegar geti sýklalyfjanotkunin skapað endurtekin eyrnavandamál. Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir og doktor í læknisfræði telur að skýringa mikilla sýklalyfjanotkunar barna megi leita í miklu vinnuálagi foreldra. Flest börn fá sýklalyfjameðferð á skyndivöktum. Bráðaþjónusta er að færast frá degi til kvöld- og næturvakta. Breytingin er um 10-15 prósent milli ára. Hann spyr hvort slæm eyrnaheilsa hér á landi sé ásakapað vandamál. Sýklalyfjanotkunin geti aukið hættu á endurteknum eyrnavandamálum. Auk þess smitast sýklaónæmar bakteríur í nefi auðveldlega milli barna í leikskólum. Frítökuréttur foreldra frá vinnu vegna veikinda barna þurfi að vera betur tryggður svo börn geti verið heima á meðan þau eru veik. Smithætta yrði þá minni sem og þrýstingur á ávísun sýklalyfja. Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál og er talin ein mesta heilbrigðisógnun framtíðar af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni. Aukningin hérlendis hefur vakið heimsathygli að sögn Vilhjálms. Hann segir þróunina hafa átt sér stað á síðastliðnum tíu árum. Hún sé fyrirboði um mun alvarlegra vandamál. Síðastliðin tvö ár hafi sýklalyfjanotkun aukist um 16 prósent. Átak á Egilsstöðum hefur skilað sér í fækkun á notkun sýklalyfja um tvo þriðju. Á tímabilinu hefur eyrnabörnum sömuleiðis fækkað um þriðjung. Vilhjálmur segir að á landsvísu þurfi nú langfæst börn á Egilsstöðum rör í eyru. Í Vestmannaeyjum sé þróunin hins vegar öfug. Þar þurfi annað hvert barn rör. Átak gegn sýklalyfjanotkun í þessum tilfellum er nýlokið. Málið var kynnt á vornámskeiði greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Þar má nálgast frekara efni um málið.
Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira