Velferð barna og kvenna einna mest hér á landi 8. maí 2007 10:23 Ísland er í öðru sæti á lista Barnaheilla, Save the Children, yfir þau lönd þar sem velferð kvenna og barna er mest í heiminum. Í árlegri skýrslu samtakanna er birtur listi yfir þau lönd þar sem konur og börn hafa það best og skipa Svíar, Íslendingar og Norðmenn efstu þrjú sætin. Þar á eftir koma Nýja-Sjáland og Austurríki en Danmörk og Finnland eru í 6. og 7. sæti. Konur og börn hafa það hins vegar verst í Afríkuríkinu Níger og af þeim tíu löndum þar sem staðan er hvað verst eru níu þeirra sunnan Sahara-eyðimerkurinnar í Afríku. Fram kemur í skýrslu Barnaheilla að í þessum löndum deyr ein af hverjum þrettán mæðrum af barnsförum og nærri fimmta hvert barn nær ekki fimm ára aldri. Þá er bent á það í skýrslunni að dæmigerð sænsk kona sæki skóla í 17 ár og lifi til 83 ára aldurs og að eitt af hverjum 150 sænskum börnum nái ekki fimm ára aldri. Í Níger fá konur að meðaltali þriggja ára menntun og ná aðeins 45 ára aldri og þá deyr fjórða hvert barn í landinu. Þetta þýðir að hver móðir missi tvö börn á lífsleiðinni í Níger. Þá er enn fremur bent á að tíu milljónir barna deyi árlega í heiminum fyrir fimm ára aldur úr kvillum sem auðvelt sé að koma í veg fyrir eða lækna. Flest þeirra eru í þróunarríkjunum. Sagt er i skýrslunni að lítil framför hafi orðið í baráttunni við barnadauða í 20 þróunarríkjum á síðustu fimmtán árum og af því hafa samtökin Barnaheill áhyggjur. Í þessum hópi eru börn í Írak, Botsvana og Simbabve og Svasílandi. Þá er bent á að barnadauði sé hvað mestur í þeim löndum þar sem átök hafi geisað undanfarin ár eins og í Afganistan, Líberíu og Síerrra Leóne. Enn fremur er bent á að af þeim tíu milljónum barna sem deyi árlega megi bjarga sex milljónum með því að nota þá þekkingu og tækni sem fyrir hendi sé í heiminum og sé ekki kostnaðarsöm. Hins vegar sé þessu ekki að dreifa í löndunum og því þurfi að breyta. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Sjá meira
Ísland er í öðru sæti á lista Barnaheilla, Save the Children, yfir þau lönd þar sem velferð kvenna og barna er mest í heiminum. Í árlegri skýrslu samtakanna er birtur listi yfir þau lönd þar sem konur og börn hafa það best og skipa Svíar, Íslendingar og Norðmenn efstu þrjú sætin. Þar á eftir koma Nýja-Sjáland og Austurríki en Danmörk og Finnland eru í 6. og 7. sæti. Konur og börn hafa það hins vegar verst í Afríkuríkinu Níger og af þeim tíu löndum þar sem staðan er hvað verst eru níu þeirra sunnan Sahara-eyðimerkurinnar í Afríku. Fram kemur í skýrslu Barnaheilla að í þessum löndum deyr ein af hverjum þrettán mæðrum af barnsförum og nærri fimmta hvert barn nær ekki fimm ára aldri. Þá er bent á það í skýrslunni að dæmigerð sænsk kona sæki skóla í 17 ár og lifi til 83 ára aldurs og að eitt af hverjum 150 sænskum börnum nái ekki fimm ára aldri. Í Níger fá konur að meðaltali þriggja ára menntun og ná aðeins 45 ára aldri og þá deyr fjórða hvert barn í landinu. Þetta þýðir að hver móðir missi tvö börn á lífsleiðinni í Níger. Þá er enn fremur bent á að tíu milljónir barna deyi árlega í heiminum fyrir fimm ára aldur úr kvillum sem auðvelt sé að koma í veg fyrir eða lækna. Flest þeirra eru í þróunarríkjunum. Sagt er i skýrslunni að lítil framför hafi orðið í baráttunni við barnadauða í 20 þróunarríkjum á síðustu fimmtán árum og af því hafa samtökin Barnaheill áhyggjur. Í þessum hópi eru börn í Írak, Botsvana og Simbabve og Svasílandi. Þá er bent á að barnadauði sé hvað mestur í þeim löndum þar sem átök hafi geisað undanfarin ár eins og í Afganistan, Líberíu og Síerrra Leóne. Enn fremur er bent á að af þeim tíu milljónum barna sem deyi árlega megi bjarga sex milljónum með því að nota þá þekkingu og tækni sem fyrir hendi sé í heiminum og sé ekki kostnaðarsöm. Hins vegar sé þessu ekki að dreifa í löndunum og því þurfi að breyta.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Sjá meira