Fótbolti

Tap gegn Englendingum

Íslenska U-17 ára landslið Íslands tapaði í dag fyrsta leik sínum í úrslitakeppni EM í Belgíu þegar það lá 2-0 fyrir Englendingum í B-riðli. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik þar sem Englendingar voru sterkari aðilinn, en nokkuð jafnræði var með liðunum í þeim síðari. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Hollendingum á föstudaginn, en þá mæta Englendingar heimamönnum Belgum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×