Fótbolti

PSV meistari með minnsta mögulega mun

Grétar Rafn og félagar fóru illa að ráði sínu í lokaumferðinni í dag
Grétar Rafn og félagar fóru illa að ráði sínu í lokaumferðinni í dag NordicPhotos/GettyImages
PSV EIndhoven tryggði sér í dag meistaratitilinn í hollensku knattspyrnunni þriðja árið í röð. Liðið burstaði Vitesse 5-1 í síðustu umferðinni, en Grétar Rafn Steinsson og félagar í AZ Alkmaar töpuðu leik sínum gegn Excelsior 3-2 og misstu af lestinni. Ajax varð í öðru sæti eftir sigur á Willem II 2-0. PSV og Ajax voru jöfn að stigum en PSV vann deildina með minnsta mögulega markamun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×