Erlent

Flugfreyjur SAS enn í verkfalli

Flugfreyjur SAS-flugfélagsins eru enn í verkfalli og hefur félagið þurft að aflýsa rúmlega 550 flugferðum. Ferðaáætlanir tugþúsunda farþega hafa raskast af þessum sökum. Verkfallið hófst á þriðjudag. Flugfreyjurnar vilja fá að stýra vaktatöflu sinni að einhverju leyti sjálfar.

Stuttur fundur var haldinn í deilunni í gær en skilaði engum árangri. Vinnumarkaðsdómstóll í Danmörku skipaði í gær flugfreyjunum að snúa aftur til vinnu, en þær hunsuðu þá tilskipun. Öngþveiti er á Kastrup-flugvelli vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×