Erlent

Krefjast þess að Johnston verði sleppt

MYND/AP

Tugir erlendra og palestínskra blaðamanna söfnuðust í dag saman á landmærum Ísraels og Gasasvæðisins til þess að krefjast þess að Alan Johnston, blaðmanni BBC, yrði sleppt.

Byssumenn rændu Johnston í Gasaborg fyrr einum og hálfum mánuði en síðan hafa litlar fregnir borist af honum. Lítt þekktur uppreisnarhópur lýsti því yfir fyrr í mánuðinum að hann hefði drepið Johnston en síðar greindi Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, frá því að hann hefði heimildir fyrir því að Johnston væri á lífi.

Forsvarsmenn BBC biðluðu í dag enn og aftur til þeirra sem rændu Johnston að sleppa honum þar sem hann hefði þjáðst nóg. Hafa fjölmargir fjölmiðlar hætt heimsóknum sínum á Gasasvæðið til þess að mótmæla ráninu á Johnston.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×