Fótbolti

Nakamura bestur í Skotlandi

Nakamura er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Celtic.
Nakamura er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Celtic. MYND/Getty

Shunsuke Nakamura, leikmaður meistaranna í Celtic, hefur verið valinn besti leikmaður skosku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Nakamura spilaði lykilrullu á miðju Celtic í vetur og skoraði alls 10 mörk, mörg þeirra beint úr aukaspyrnu.

Nakamura mun líklega seint gleyma gærdaginum því auk þess að vera valinn besti leikmaðurinn tryggði hann liði sínu skoska meistaratitilinn með því að skora sigurmark Celtic gegn Kilmarnock í gær með marki á 93. mínútu - beint úr aukaspyrnu.

"Fólk segir að hann geti ekki tæklað, en hverjum er ekki sama? Hafið þið séð hvað hann hleypur mikið og leggur hart að sér? Hann er ómissandi," sagði Gordon Strachan, stjóri Celtic, þegar enskir blaðamenn spurðu hann um framgöngu Nakamura í vetur. Eins og við var búist var Strachan valinn besti þjálfari deildarinnar.

Nakamura var að leika sitt annað tímabil með Celtic en hann kom til liðsins frá Reggina árið 2005 fyrir litlar 2,5 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×