Erlent

Grísk flugvél lendir í München vegna sprengjuhótunar

Flugvél á vegum gríska flugfélagsins Olympic Airways lenti á flugvellinum München nú níunda tímanum vegna hótunar um að sprengja væri um borð í flugvélinni.

Um borð voru fulltrúar Grikklands hjá Evrópusambandinu. Ekki liggur fyrir hvort sprengja hafi fundist í vélinni en ákveðið var að taka enga áhættu þegar hótunin barst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×