Fótbolti

Grétar og félagar komnir á toppinn í Hollandi

Grétar Rafn Steinsson á möguleika á að verða hollensku meistari í knattspyrnu.
Grétar Rafn Steinsson á möguleika á að verða hollensku meistari í knattspyrnu. MYND/Getty

Grétar Rafn Steinsson og félagar hans í AZ Alkmaar standa með pálmann í höndunum þegar aðeins ein umferð er enn óleikin í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta. AZ vann auðveldan 3-1 sigur á Heerenveen í dag á sama tíma og helstu keppinautarnir í PSV náðu aðeins jafntefli gegn Utrecht. AZ, PSV og Ajax eru öll með 72 stig en AZ er með langbestu markatöluna.

Að miklu er að keppa í Hollandi því það er ekki aðeins meistaratitilinn sjálfur sem er í húfi fyrir lokaumferðina heldur einnig öruggt sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Það lið sem hafnar í 1. sæti fær öruggt sæti í henni, en liðin í 1.-5. sæti fara í sérstaka keppni um eitt laust sæti í Meistaradeildinni.

Grétar lék ekki með AZ gegn Heerenveen í dag þar sem hann tók út leikbann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×