Fótbolti

Maradona farinn í meðferð

Diego Maradona.
Diego Maradona. MYND/Getty

Argentínska goðsögnin Diego Maradona hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Buenos Aires í heimalandi sínu og hefur þess í stað verið lagður inn á meðferðarstofnun ekki langt frá borginni. Þar mun hinn 46 ára gamli Maradona reyna að vinna bug á áfengisfíkn sinni.

Alfredo Cahe, persónulegur meðferðarfulltrúi Maradona, sagði við sjónvarpsstöð í Argentínu að Maradona hefði samþykkt að fara í meðferð að fyrra bragði. “Þetta er í fyrsta sinn sem hann samþykkir að fara í slíka meðferð án nokkurra vandræða. Við bindum miklar vonir við að hann nái tökum á áfengisvanda sínum að lokinni þessari meðferð,” sagði Cahe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×