Erlent

Höfuðlaust lík finnst í London

MYND/AFP

Lík af konu sem á vantar höfuð og hendur fannst í gærmorgun í ánni Thames í London. Líkinu hafði verið komið fyrir í plastpoka áður en því var fleygt út í ánna. Einn maður hefur hefur verið handtekinn vegna málsins.

Það var vegfarandi sem gerði lögreglunni viðvart um líkið en talið er að það hafi legið í ánni í að minnsta kosti einn dag áður en það fannst. Einn maður hefur verið handtekinn og yfirheyrður vegna málsins en honum hefur nú verið sleppt gegn tryggingu. Líkið er af hvítri konu en lögreglan reynir nú að finna út aldur hennar og hver hún var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×