Erlent

Frambjóðendur í Frakklandi á lokaspretti kosningabaráttunnar

Nicolas Sarkozy leggur áherslu á orð sín á kosningafundi nærri París í gær.
Nicolas Sarkozy leggur áherslu á orð sín á kosningafundi nærri París í gær. MYND/AP

Síðustu kosningafundirnir í vegna forsetakosninganna í Frakklandi á sunnudag fara fram í dag og hjá helstu frambjóðendum liggur leiðin suður á bóginn. Allt útlit er fyrir spennandi kosningar en Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægrimanna, nýtur mest fylgis samkvæmt nýrri skoðanakönnun.

Samkvæmt könnuninni ætla 29 prósent Frakka að kjósa hann en 25 prósent Segolene Royal, frambjóðanda sósíalista og helsta keppinaut Sarkozys. Miðjumaðurinn Francois Bayrou hefur hins vegar dregist aftur úr mælist nú með 15 prósenta fylgi. Um þriðjungur kjósenda er enn óákveðinn og þá hafa um milljón manns skráð sig á kjörskrá á síðustu vikum sem gerir kosningarnar enn meira spennandi. Ekki er þó búist að einn frambjóðandi hljóti meirihluta atkvæða á sunnudag og því líklegt að kosið verði á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fá þann 6. maí.

Frambjóðendurnir nýta nú síðustu stundir kosningabaráttunnar til að höfða til kjósenda. Sarkozy verður í Marseilla í dag en Royal í Toulouse. Þá verður Bayrou í Pau nærri Pýrenafjöllunum og Jean-Marie Le Pen, frambjóðandi hægriöfgamanna, heimsækir Nice í dag, en hann mælist nú með 13 prósenta fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×