Erlent

Myndband fjöldamorðingjans í Virginíu birt

Cho Seung-hui, maðurinn sem myrti 32 í Virginia Tech háskólanum á mánudag, sendi pakka til útvarpsstöðvar í New York og NBC-sjónvarpsstöðvarinnar á milli fyrri og seinni árasar sinnar. Í pakkanum voru myndir af honum með byssu og myndband þar sem hann flutti reiðilestur um rík ungmenni og nautnalíf þeirra.

„Þú hafðir hundruð milljarða tækifæra og leiðir til að koma í veg fyrir daginn í dag," segir í skilaboðum árásarmannsins og jafnframt: „Þú þröngvaðir mér hins vegar út í horn, gafst mér enga valkosti. Þess vegna er þessi ákvörðun þín og þú hefur blóð á höndum þínum sem þú getur aldrei þvegið af þér."

Talsmenn NBC-sjónvarpstöðvarinnar segja að árásamaðurinn hafi muldrað mikið í myndbandinu og það hafi á köflum verið mjög ruglingslegt. Myndbandið er alls átján hundruð orð en auk þess voru í pakkanum fjörtíu og þrjár myndir þar sem maðurinn sést meðal annars með byssur.

Eftir að hafa myrt 32 í tveimur árásum á háskólasvæðinu á mánudaginn skaut Cho sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×