Erlent

Nágrannaríki Írans þróa kjarnorku

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Hvert ríkið á fætur öðru hefur sett allt á fullt í þróun kjarnorku af ótta við þróunina í Íran. Sádi-Arabar og Tyrkir hafa hingað til ekki sýnt kjarnorkumálum mikinn áhuga en undanfarið hefur undirbúningur kjarnorkuvera farið í fullan gang auk þess sem aljþóðlegir sérfræðingar hafa verið fengnir til landanna.

Þó að opinber skýring sé eins og áður sú að kjarnorkuna eigi einvörðungu að nota í friðsamlegum tilgangi, þykjast fróðir menn sjá óvenju mikinn skrið í þessum málum í nágrannalöndum Írans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×