Alcan horfir til Keilisness 5. apríl 2007 18:28 Uppbygging nýs álvers á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd er meðal þeirra kosta sem Alcan á Íslandi hyggst kanna í kjölfar þess að stækkun álversins í Straumsvík var felld í kosningu um síðustu helgi. Sérfróðir menn telja þessa lausn þá skástu sem fyrirtækið gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. Sextán ár eru liðin frá því Atlantsálhópurinn svokallaði hætti við smíði álvers á Keilisnesi en undirbúningur var þá langt kominn.Loftlínan frá Straumsvík að Keilisnesi er um tíu kílómetrar. Ríkið á lóðina og keypti hana raunar sérstaklega í þeim tilgangi að þarna yrði reist álver. Þrjú álfyrirtæki, Alumax, Grenges og Hoogevens, mynduðu saman Atlantsálhópinn sem hugðist reisa og reka álverið, en viðræðurnar fóru fram í iðnaðarráðherratíð Jóns Sigurðssonar. Síðla árs 1991 frestuðu fyrirtækin áformum sínum vegna verðfalls á áli og efnahagslægðar á Vesturlöndum en undirbúningur var þá langt kominn. Hönnun álvers á lóðinni var komin vel á veg, sömuleiðis hönnun hafnarmannvirkja. Og nú er enn horft á Keilisnesið, að þessu sinni úr Straumsvík. Gunnar Guðlaugsson, staðgengill forstjóra Alcan á Íslandi, sagði í dag að menn myndu strax eftir páska fara að huga að þeim möguleikum sem fyrirtækið hefði til að bregðast við niðurstöðu álverskosningarinnar. Allir kostir yrðu skoðaðir, þeirra á meðal Keilisnes, og tók fram að hugmyndin væri góð. Málið hefur þó ekki enn verið rætt í framkvæmdastjórn né stjórn Alcan á Íslandi en Gunnar Birgisson bæjarstjóri, sem sæti á í stjórn fyrirtækisins, sagði í dag ljóst að Keilisnes væri einn möguleikinn. Tveir sérfróðir menn um áliðnaðinn, sem Stöð tvö ræddi við í dag, mátu stöðuna svo að bygging nýs álvers á Keilisnesi væri skásti kosturinn sem Alcan gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. Vegna fyrri undirbúningsvinnu gæti álver risið þar tiltölulega fljótt, og rekstur fyrsta áfanga hafist jafnvel eftir fjögur ár. Með því móti þyrfti Alcan ekki að gefa frá sér þá orkusamninga sem þegar liggja fyrir við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Menn sjá fyrir sér að rekstrinum í Straumsvík yrði haldið áfram um einhvern tíma en síðan hætt samhliða því að seinni áfangar yrðu teknir í notkun á Keilisnesi. Það auðveldar einnig framgang málsins að lóðin á Keilisnesi er þegar skilgreind sem iðnaðarlóð í aðalskipulagi sveitarfélagsins Voga. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri sagði þó í dag að aðalskipulagið væri í endurskoðun og það hefði komið til tals innan bæjarstjórnar að falla frá því að skilgreina Keilisnesið undir iðnað. Það yrði þó vart gert án samráðs við landeiganda, það er ríkið. Fari svo að Alcan vilji Keilisnes kemur það í hlut ríkisstjórnarinnar að svara því hvort ríkið vilja leggja fyrirtækinu til lóðina Innlent Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Uppbygging nýs álvers á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd er meðal þeirra kosta sem Alcan á Íslandi hyggst kanna í kjölfar þess að stækkun álversins í Straumsvík var felld í kosningu um síðustu helgi. Sérfróðir menn telja þessa lausn þá skástu sem fyrirtækið gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. Sextán ár eru liðin frá því Atlantsálhópurinn svokallaði hætti við smíði álvers á Keilisnesi en undirbúningur var þá langt kominn.Loftlínan frá Straumsvík að Keilisnesi er um tíu kílómetrar. Ríkið á lóðina og keypti hana raunar sérstaklega í þeim tilgangi að þarna yrði reist álver. Þrjú álfyrirtæki, Alumax, Grenges og Hoogevens, mynduðu saman Atlantsálhópinn sem hugðist reisa og reka álverið, en viðræðurnar fóru fram í iðnaðarráðherratíð Jóns Sigurðssonar. Síðla árs 1991 frestuðu fyrirtækin áformum sínum vegna verðfalls á áli og efnahagslægðar á Vesturlöndum en undirbúningur var þá langt kominn. Hönnun álvers á lóðinni var komin vel á veg, sömuleiðis hönnun hafnarmannvirkja. Og nú er enn horft á Keilisnesið, að þessu sinni úr Straumsvík. Gunnar Guðlaugsson, staðgengill forstjóra Alcan á Íslandi, sagði í dag að menn myndu strax eftir páska fara að huga að þeim möguleikum sem fyrirtækið hefði til að bregðast við niðurstöðu álverskosningarinnar. Allir kostir yrðu skoðaðir, þeirra á meðal Keilisnes, og tók fram að hugmyndin væri góð. Málið hefur þó ekki enn verið rætt í framkvæmdastjórn né stjórn Alcan á Íslandi en Gunnar Birgisson bæjarstjóri, sem sæti á í stjórn fyrirtækisins, sagði í dag ljóst að Keilisnes væri einn möguleikinn. Tveir sérfróðir menn um áliðnaðinn, sem Stöð tvö ræddi við í dag, mátu stöðuna svo að bygging nýs álvers á Keilisnesi væri skásti kosturinn sem Alcan gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. Vegna fyrri undirbúningsvinnu gæti álver risið þar tiltölulega fljótt, og rekstur fyrsta áfanga hafist jafnvel eftir fjögur ár. Með því móti þyrfti Alcan ekki að gefa frá sér þá orkusamninga sem þegar liggja fyrir við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Menn sjá fyrir sér að rekstrinum í Straumsvík yrði haldið áfram um einhvern tíma en síðan hætt samhliða því að seinni áfangar yrðu teknir í notkun á Keilisnesi. Það auðveldar einnig framgang málsins að lóðin á Keilisnesi er þegar skilgreind sem iðnaðarlóð í aðalskipulagi sveitarfélagsins Voga. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri sagði þó í dag að aðalskipulagið væri í endurskoðun og það hefði komið til tals innan bæjarstjórnar að falla frá því að skilgreina Keilisnesið undir iðnað. Það yrði þó vart gert án samráðs við landeiganda, það er ríkið. Fari svo að Alcan vilji Keilisnes kemur það í hlut ríkisstjórnarinnar að svara því hvort ríkið vilja leggja fyrirtækinu til lóðina
Innlent Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira