Jóhannes Páll Páfi heitinn er nú skrefi nær að verða dýrlingur. Kaþólska kirkjan hefur nú lokið við fyrsta hluta rannsóknar á því hvort hann hafi verið heilagur. Í henni var rannsökuð staðhæfing franskrar nunnu um að hún hafi læknast af Parkinson-sjúkdómnum eftir að hafa heitið á páfann heitinn.
Undir venjulegum kringumstæðum þarf að bíða í fimm ár þangað til athugað er hvort að látinn páfi hafi verið heilagur og þess verður að verða dýrlingur. Rannsókninni var hins vegar flýtt í tilfelli Jóhannesar Páls og hófst hún aðeins viku eftir dauða hans.