Sautján sendiherrar á kjörtímabilinu 1. apríl 2007 19:15 Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hafa sautján nýir sendiherrar verið skipaðir í embætti á vegum utanríkisráðuneytisins og tvö ný sendiráð opnuð. Framlag úr ríkissjóði til sendiráða Íslands hefur hækkað nokkuð til samræmis við það. Í dag var ræðismannsskrifstofa Íslands opnuð í Færeyjum, sem að líkindum verður síðasta íslenska sendiskriftstofan sem tekin verður í notkun á erlendri grund þetta kjörtímabilið. Óhætt er að segja að umsvif utanríkisráðuneytisins hafi aukist nokkuð á þessum árum. Þannig var ný sendiskrifstofa opnuð í Nýju-Delí á Indlandi og önnur í Róm tekin í notkun eftir nokkurt hlé. Þá var sendiráð Íslands í Mapútó í Mósambík flutt til Pretoríu í Suður-Afríku. Frá árinu 2004 hafa svo skrifstofur Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Afríku haft stöðu sendiráða gagnvart þeim sex ríkjum þar sem þær starfa. Alls eru því 29 íslenskar sendiskrifstofur starfræktar erlendis. Þegar kemur að sjálfum sendiherrunum kemur í ljós að síðastliðin fjögur ár hafa sautján slíkir verið skipaðir. Fyrstu fimmtán mánuði kjörtímabilsins skipaði Halldór Ásgrímsson fimm sendiherra, Davíð Oddsson skipaði svo níu árið sem hann sat í embætti, Geir Haarde þrjá en Valgerður Sverrisdóttir engan. Á dögunum gagnrýndi starfsmannaráð flutningsskyldra starfsmanna í utanríkisþjónustunni að hlutfall pólitískt skipaðra sendiherra væri hærra hérlendis en á hinum Norðurlöndunum og sérstaklega hefði kveðið rammt að slíkum skipunum á síðustu árum. Dæmi um það eru skipanir Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, Júlíusar Hafstein og Markúsar Arnar Antonssonar. Að öllu þessu sögðu þarf ekki að koma á óvart að framlag úr ríkissjóði til sendiráðanna hefur aukist jafnt og þétt. Það var árið 2003 1.654 milljónir en í ár er gert ráð fyrir að 1.803 milljónir renni til þessa málaflokks. Þá sem áhyggjur hafa af því að útgjöld muni aukast enn vegna ræðismannsskrifstofunnar í Þórshöfn má hugga með því að í staðinn verður fækkað um einn útsendan fulltrúa í Stokkhólmi og húsnæði hans þar selt. Fréttir Innlent Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hafa sautján nýir sendiherrar verið skipaðir í embætti á vegum utanríkisráðuneytisins og tvö ný sendiráð opnuð. Framlag úr ríkissjóði til sendiráða Íslands hefur hækkað nokkuð til samræmis við það. Í dag var ræðismannsskrifstofa Íslands opnuð í Færeyjum, sem að líkindum verður síðasta íslenska sendiskriftstofan sem tekin verður í notkun á erlendri grund þetta kjörtímabilið. Óhætt er að segja að umsvif utanríkisráðuneytisins hafi aukist nokkuð á þessum árum. Þannig var ný sendiskrifstofa opnuð í Nýju-Delí á Indlandi og önnur í Róm tekin í notkun eftir nokkurt hlé. Þá var sendiráð Íslands í Mapútó í Mósambík flutt til Pretoríu í Suður-Afríku. Frá árinu 2004 hafa svo skrifstofur Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Afríku haft stöðu sendiráða gagnvart þeim sex ríkjum þar sem þær starfa. Alls eru því 29 íslenskar sendiskrifstofur starfræktar erlendis. Þegar kemur að sjálfum sendiherrunum kemur í ljós að síðastliðin fjögur ár hafa sautján slíkir verið skipaðir. Fyrstu fimmtán mánuði kjörtímabilsins skipaði Halldór Ásgrímsson fimm sendiherra, Davíð Oddsson skipaði svo níu árið sem hann sat í embætti, Geir Haarde þrjá en Valgerður Sverrisdóttir engan. Á dögunum gagnrýndi starfsmannaráð flutningsskyldra starfsmanna í utanríkisþjónustunni að hlutfall pólitískt skipaðra sendiherra væri hærra hérlendis en á hinum Norðurlöndunum og sérstaklega hefði kveðið rammt að slíkum skipunum á síðustu árum. Dæmi um það eru skipanir Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, Júlíusar Hafstein og Markúsar Arnar Antonssonar. Að öllu þessu sögðu þarf ekki að koma á óvart að framlag úr ríkissjóði til sendiráðanna hefur aukist jafnt og þétt. Það var árið 2003 1.654 milljónir en í ár er gert ráð fyrir að 1.803 milljónir renni til þessa málaflokks. Þá sem áhyggjur hafa af því að útgjöld muni aukast enn vegna ræðismannsskrifstofunnar í Þórshöfn má hugga með því að í staðinn verður fækkað um einn útsendan fulltrúa í Stokkhólmi og húsnæði hans þar selt.
Fréttir Innlent Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira