Enski boltinn

Silvestre úr leik

Mikael Silvestre
Mikael Silvestre NordicPhotos/GettyImages
Franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre hjá Manchester United verður ekki meira með liði sínu á leiktíðinni. Silvestre fór úr axlarlið í leiknum gegn Lille í Meistaradeildinni á dögunum og fyrstu spár reiknuðu með því að hann næði sér eftir nokkrar vikur, en í ljós kom að meiðslin eru mikið alvarlegri en talið var í fyrstu. Hann byrjar ekki að æfa með liðinu fyrr en eftir þrjá mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×