Erlent

Flokksmenn Mugabe styðja hann til áframhaldandi setu

Robert Mugabe
Robert Mugabe AFP

Zanu, flokkur Roberts Mugabe forseta Simbave styður hann áfram til setu sem forseti. Þeir ákváðu í gær að standa við bakið á honum í kosningunum á næsta ári. Mugabe er 83 ára gamall og hefur setið í embætti forseta frá árinu 1980.

Nokkuð stór hópur flokksmanna Zanu vildi finna nýjan frambjóðanda en fjarað hefur undan Mugabe undanfarið sökum óðaverðbólgu sem nálgast 1700 prósent og 80 prósenta atvinnuleysis í landinu. Þá hefur Mugabe tekið ansi hart á stjórnarandstæðingum undanfarið og meðal annars tvisvar sinnum látið handtaka Morgan Tsvangirai, helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar á undanförnum vikum. Tsvangirai var þá beittur ofbeldi í varðhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×