Erlent

Maradona liggur enn á spítala en heilsast vel

El Diego fagnar árangri sinna manna á HM í sumar
El Diego fagnar árangri sinna manna á HM í sumar Getty Images

Knattspyrnugoðsögninni Diego Maradona heilsast vel en hann liggur þó enn á spítala. Þangað var hann fluttur á miðvikudag eftir að hann féll niður á heimili sínu. Læknar kenna ofneyslu áfengis um það hvernig komið er fyrir kappanum. Læknar gera ráð fyrir að halda Maradona á spítala áfram í nokkra daga til að ná að afeitra hann almennilega. Maradona er nánast í guðatölu í heimalandi sínu en hann leiddi Argentínumenn til heimsmeistaratitils í fótbolta árið 1986.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×