Erlent

Fimm ára drengur lifði af níu hæða fall

Fimm ára gamall drengur lifði af fall niður af níundu hæð í Ontario í Kanada í gær. Hann var að príla við glugga þegar hann féll út. Hann lenti á grasi og er á góðum batavegi. Hann er brotinn á báðum fótum en læknar fullyrða að hann muni ná sér að fullu.

Ef hann hafði fallið örfáum metrum lengra frá glugganum hefði hann lent á steyptri stétt og þá hefði væntanlega ekki þurft að spyrja að leikslokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×