Erlent

Vilja vetrarólympíuleika í Tromsö árið 2018

Nancy Kerringan og Tonya Harding á vetrarólympíuleikunum í Lillehammer árið 1994.
Nancy Kerringan og Tonya Harding á vetrarólympíuleikunum í Lillehammer árið 1994. MYND/Reuters

Stjórn Íþróttasambands Noregs ákvað í dag að bjóða Tromsö fram sem hentugan stað fyrir fyrir Vetrarólympíuleikana árið 2018 , en það er nyrsta borg heimsins.

Tromsö er á sömu breiddargráðu og norðurhluti Alaska og Síbería og liggur aðeins 2400 kílómetra frá norðurskautinu þannig að aðstæður þar ættu í venjulegu áferði að tryggja nægan snjó. Osló og Þrándheimur sóttust einnig eftir útnefningunni.

Norðmenn hafa tvisvar haldið vetrarólympíuleikana, 1952 í Osló og 1994 í Lillehammer. Langur vegur er þó frá því að Tromsö hafi tryggt sér réttinn til að halda leikana því norska þingið þarf að veita ábyrgð fyrir leikunum og árið 2009 verður Tromsö fyrst tilnefnt til Alþjóðaólympíunefndarinnar. Hún ákveður svo sumarið 2011 hvaða borg heldur 23. vetrarólympíuleikana árið 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×