Erlent

Olmert fagnar tillögum arabaríkja um frið

MYND/AP

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, fagnaði í morgun tillögum arabaríkjanna um frið í Miðausturlöndum og sagði þær byltingarkenndar þótt ekki væri hægt að taka undir allt í þeim.

Á fundi sínum í Ríad í Sádi-Arabíu ítrekuðu arabaleiðtogarnir sáttatilboð sitt frá árinu 2002 sem felur í sér að eðlilegum samskiptum verði komið aftur á við Ísraela gegn því að þeir skili landi sem var hernumið 1967, vandi flóttamanna verði leystur og Palestína verði sjálfstætt ríki.

Olmert kvaðst í viðtölum við ísraelsku dagblöðin í morgun búast við að innan fárra ára væri friðarsamkomulag við nágrannaríkin orðið að veruleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×