Erlent

Danir klaga grunuð skattsvik

Æ fleiri Danskir borgarar greina þarlendum skattayfirvöldum frá grun sínum um sakttsvik einstaklinga og fyrirtækja. Á annað þúsund skattsvikamála, sem rannsökuð voru sérsaklega í Kaupmannahöfn í fyrra, voru til komin vegna svona ábendinga og þær eru mun fleiri í ár, að sögn Jótlandspóstsins. Ábendingarnar varða einkum svarta atvinnustarfssemi og mikla sjáanlega eyðslu umfram uppgefnar tekjur. Af fyrirtækjum er sérstaklega bent á Kioska, eða sjoppur, pitsustaði, grænmetissala og veitingastaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×