Erlent

Prodi nagar neglurnar

Romano Prodi forsætisráðherra Ítalíu
Romano Prodi forsætisráðherra Ítalíu Getty Images

Brothætt stjórn Romano Prodi forsætisráðherra Ítalíu bíður nú kosningar um tillögur um að ítalskir friðargæsluliðar verði áfram í Afganistan. Þingið felldi svipaða tillögu fyrir um mánuði síðan og bauðst Prodi til að segja af sér vegna þess. Nokkurra daga stjórnarkreppa ríkti þá í landinu. Sumir samstarfsflokka Prodi í ríkisstjórn, aðallega þeir lengst til vinstri, vilja að hermennirnir verði kallaðir heim.

Tillaga Prodis um að hafa hermennina áfram í Afganistan var samþykkt með naumum meirihluta í neðri deild þingsins en nú þarf efri deildin líka að samþykkja. Það var þar sem málið strandaði síðast. Prodi hefur biðlað til öldungardeildarþingmanna og segir stolt þjóðarinnar að veði. Það er talið næsta víst að ef tillagan verði felld aftur munu margir krefjast afsagnar hans aftur.

Stjórnmálaskýrendur búast frekar við því að tillaga Prodi verði samþykkt en eru allir sammála um að mjótt verði á mununum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×