Erlent

Kínverjar heita stuðningi við Tíbet

Getty Images

Íbúar Tíbet mega búast við mikilli uppbygginu í landi sínu á næstu árum. Stjórnvöld í Kína, sem hafa farið með stjórn í Tíbet um árabil, heita því að eyða því sem nemur 866 milljörðum íslenskra króna í uppbyggingu í landinu. Ætlunin er að peningunum verði eytt í 180 skipulögð verkefni til ársins 2010. Meðal þeirra er að bæta aðgengi að vatni, rafmagni og leggja símalínur. Einnig er ætlunin að bæta og lengja járnbrautir í landinu og byggja nýjan flugvöll, sem yrði sá hæsti yfir sjávarmáli í heiminum eða í yfir 4334 metra hæð.

Samband Kínverja og Tíbetbúa hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig í gegnum tíðina. Fjölmargir Tíbetbúar sem berjast fyrir sjálfstæði frá Kína eru fangelsaðir af Kínverjum ár hvert og líða illa meðferð. Margir telja Kínverja vera að kaupa sálir Tíbetbúa með þessum stuðningi sínum og að þeirra markmið sé að eyða öllum þjóðareinkennum Tíbet og þá sérstaklega Búddatrú þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×