Erlent

Herferð gegn talibönum gengur vel

AP

Herforingjar NATO í Afganistan segja herferð sína gegn talibönum í suðurhluta landsins hafa gengið vel undanfarið. Akkilesar-áætlunin, eða vorherferð NATO gegn talibönum hófst í byrjun mánaðarins. Einn yfirmanna heraflans segir uppreisnarmenn talibana vera á flótta undan hersveitum. Stærstur hluti ópíumframleiðslu Afganistan er í suðurhluta landsins og þar hafa skærur milli uppreisnarmanna og hersveita verið tíðar undanfarna mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×