Erlent

Dauðadrukkinn Bretaprins réðist á ljósmyndara

AFP

Harry Bretaprins fékk æðiskast og réðist að papparazzi-ljósmyndara sem var við að taka myndir af honum og stúlku sem hann var með á stefnumóti í gærkvöldi. Frá þessu er greint í breska slúðurtímaritinu News of the World. Það sem vekur einnig athygli News of the World er að stúlkan sem var á stefnumótinu með Harry var ekki kærasta hans til margra ára, Chelsey Davy heldur önnur, eldri stúlka.

Þau höfðu verið á galeiðurölti og enduðu á Boujis-næturklúbbnum í London, þar sem ljósmyndarinn kom auga á þau. Ljósmyndarinn staðhæfir að Harry hafi verið dauðadrukkinn þegar hann réðist á sig. Meðan á þessu stóð sást eldri bróðir Harry, William á næturklúbbi í Bornemouth þar sem hann dansaði upp á borðum.

Harry prins fer eftir nokkrar vikur til Írak með hernum og verður þar í hálft ár.

Myndasyrpa af Harry á vef News of the World




Fleiri fréttir

Sjá meira


×