Erlent

Rice: Stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna forgangsatriði

Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna
Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna AFP

Condoleeza Rice segir það að koma á tvíhliða viðræðum við stjórnvöld í Palestínu sé forgangsatriði í utanríkismálum Bandaríkjanna sem og stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Þetta sagði hún á blaðamannafundi eftir að hafa hitt Hosni Mubarak forseta Egyptalands á fundi í Kaíró.

Hún sagðist vonast eftir meiri stuðningi Arabaríkja í friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs og hvatti þau Arabaríki sem ekki hafa samið frið við Ísraela að sýna meiri sveigjanleika. Hún viðurkenndi að þetta væru erfiðir tímar sérstaklega eftir að þjóðstjórn Palestínumanna var mynduð með Hamas-samtökin í leiðtogahlutverki.

Bandaríkin hafa neitað að viðurkenna þjóðstjórnina, en hafa sagst munu eiga eðlileg samskipti við þá ráðherra sem ekki eru í Hamas-samtökunum. Sem fyrr strandar á því að Hamas-samtökin neita að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×