Erlent

Sakar Írani um að taka breska hermenn í írakskri landhelgi

AFP

Tony Blair forsætisráðherra Bretlands sakaði í dag Írani um að hafa tekið starfsmenn breska flotans höndum í írakskri lögsögu. Hann sagði aðgerðrnar óréttlætanlegar og rangar. Blair sagði frá þessu á blaðamannafundi í Berlín í dag, þar sem hann er viðstaddur hátíðahöld vegna 50 ára afmælis Evrópusambandsins. Íranir handtóku Bretana 15 á föstudag fyrir að hafa verið í íranskri landhelgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×