Erlent

Forsætisráðherra Armeníu látinn

Margaryan er hér til hægri ásamt Leonid Kuchma forseta Úkraínu
Margaryan er hér til hægri ásamt Leonid Kuchma forseta Úkraínu AFP

Forsætisráðherra Armeníu, Andranik Margaryan er látinn. Talskona hans tilkynnti í morgun að forsætisráðherrann hefði fengið hjartaáfall og dáið. Margaryan gengdi embætti forsætisráðherra frá árinu 2000. Margaryan var einn þeirra sem barðist mest gegn áhrifum Sovíetríkjanna þegar Armenía var hluti af þeim.

Armenar eru um þrjár milljónir, landið á landamæri að Aserbædjan, Georgíu, Íran og Tyrklandi, höfuðborg landsins heitir Yerevan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×