Enski boltinn

Jermaine Jenas: Við getum lagt Chelsea

Jermaine Jenas segir Tottenham staðráðið í að leggja Chelsea
Jermaine Jenas segir Tottenham staðráðið í að leggja Chelsea NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Jermaine Jenas hjá Tottenham segir sína menn hafa fulla trú á því að geta slegið Chelsea út úr enska bikarnum í kvöld þegar liðin mætast í aukaleik á White Hart Lane um sæti í undanúrslitum keppninnar. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra og leikur Man Utd og Middlesbrough á Sýn - en þeir hefjast báðir um klukkan 20.

"Við eru búnir að vinna Chelsea einu sinni á White Hart Lane í vetur og því ættum við þá ekki að geta það aftur. Chelsea er frábært lið og við berum virðingu fyrir þeim - en ég sé ekki ástæðu til að óttast þá. Við erum að spila vel þessa dagana og eigum möguleika á að vinna amk einn bikar. Við spilum skemmtilega sóknarknattspyrnu og skemmtum áhorfendum, svo þetta verður eflaust skemmtilegur leikur," sagði Jenas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×