Enski boltinn

Pearce: Ég á skilið að fá skammir

NordicPhotos/GettyImages

Stuart Pearce, stjóri Manchester City, segist eiga það fyllilega skilið að fá að heyra það frá stuðningsmönnum félagsins vegna lélegs gengi City í vetur. Liðið vann Middlesbrough um helgina eftir fimm töp í röð og var komið óþægilega nálægt fallsvæðinu fyrir vikið.

"Maður getur ekkert verið að kippa sér upp við það þó einhverjir séu með skítkast út í mann - það er ekki eins og ég hafi ekki átt það skilið - því við höfum alls ekki verið að spila vel og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að reyna að vinna sem flesta leiki sem eftir eru af tímabilinu," sagði Pearce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×