
Enski boltinn
Gareth Barry í enska landsliðið

Steve McClaren landsliðsþjálfari hefur kallað bakvörðinn Gareth Barry frá Aston Villa inn í hóp sinn sem mætir Ísrael og Andorra í undankeppni EM í þessum mánuði. Þetta gerði hann vegna meiðsla þeirra Gary Neville og Micah Richards, sem báðir verða væntanlega að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Barry kom aftur inn í landsliðshópinn í febrúar eftir fjögurra ára fjarveru.