Enski boltinn

Wenger: Tímabilið er búið hjá Walcott

Arsene Wenger
Arsene Wenger NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger hefur staðfest að innkoma Theo Walcott hjá Arsenal í tapinu gegn Everton í dag hefði verið sú síðasta á tímabilinu, því leikmaðurinn muni gangast undir aðgerð vegna axlarmeiðsla seinna í vikunni. Hvað leikinn í dag varðar, sagði Wenger úrslit síðustu leikja sýna svart á hvítu að lið sitt skorti reynslu.

"Tímabilið er búið hjá Walcott. Hann fer í aðgerð á þriðjudaginn," sagði Wenger í samtali við Sky sjónvarpsstöðina. "Við höfum ákveðið að fara að ráðleggingum lækna og þeir vilja að hann fari strax í aðgerð. Hann var að spila vel þangað til hann meiddist, en síðan hefur hann ekki verið nema hálfur maður á vellinum og það gengur ekki.

Við virkuðum dálítið þreyttir í dag og náðum ekki að nýta færin okkar þó baráttan hafi verið til staðar. Við viljum umfram allt lenda í einu af fjórum efstu sætunum, þó það verði erfitt því við eigum erfiða leiki fyrir höndum.

Við töpuðum fyrir Blackburn á síðustu mínútunni, undir lokin gegn Eindhoven og nú aftur á móti Everton. Svo fengum við á okkur mark seint á móti Chelsea í úrslitaleiknum í deildarbikarnum á dögunum og það eru klár merki þess að það vantar ákveðinn þroska í liðið," sagði Wenger.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×