Enski boltinn

Pardew: Við erum á fínu skriði

Alan Pardew getur leyft sér að glotta út í annað þessa dagana
Alan Pardew getur leyft sér að glotta út í annað þessa dagana NordicPhotos/GettyImages

Alan Pardew var mjög sáttur við sína menn í dag þegar lið hans Charlton tryggðu sér sjöunda stigið sitt í síðustu þremur leikjum með sigri á Newcastle í dag 2-0. Charlton er enn í bullandi fallbaráttu, en staða liðsins hefur þó lagast til muna eftir góða rispu undanfarið.

"Við réðum ekkert við Newcastle í fyrri hálfleik og þar var það vörn okkar og baráttuandi sem bjargaði okkur. Þetta lagaðist í síðari hálfleik og eftir að við fengum ferska menn inn á völlinn var allt annað að sjá spilamennskuna. Við höfum nú unnið tvo sigra og gert eitt jafntefli í síðustu þremur leikjum. Við erum búnir að ná okkur á fínt skrið núna og næsti leikur er heimaleikur við Wigan," sagði Pardew ánægður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×