Enski boltinn

Mikilvægur sigur hjá Charlton

Hermann Hreiðarsson fagnar hér innilega með félögum sínum í dag
Hermann Hreiðarsson fagnar hér innilega með félögum sínum í dag NordicPhotos/GettyImages

Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton unnu í dag gríðarlega mikilvægan sigur á Newcastle 2-0 í ensku úrvalsdeildinni. Zheng Zie skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark og fiskaði vítaspyrnu fyrir Charlton, sem lagaði stöðu sína í botnbaráttunni.

Fyrirliði kínverska landsliðsins skoraði fyrsta mark leiksins þegar hann fylgdi eftir aukaspyrnu Darren Bent sem fór í þverslána og fiskaði svo vítaspyrnu seint í leiknum og úr henni skoraði Jerome Thomas. Hermann Hreiðarsson var í liði Charlton í dag og er liðið nú fjórum stigum frá Sheffield United sem er í 17. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×