Enski boltinn

Vonarglæta hjá West Ham

Carlos Tevez fagnar hér marki sínu úr vítaspyrnu í kvöld
Carlos Tevez fagnar hér marki sínu úr vítaspyrnu í kvöld NordicPhotos/GettyImages

West Ham á enn veika von um að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið vann frækinn 2-1 útisigur á Blackburn í lokaleik dagsins. Christopher Samba kom heimamönnum yfir strax í upphafi síðari hálfleiks, en þeir Carlos Tevez (víti) og Bobby Zamora skoruðu tvö mörk á fimm mínútum þegar 15 mínútur lifðu leiks og tryggðu Lundúnaliðinu gríðarlega mikilvæg þrjú stig.

Sigurmark Bobby Zamora var reyndar ansi vafasamt, því aðstoðardómari dæmdi að skot hans hefði farið yfir marklínuna á meðan sjónvarpsmyndavélar sýndu að svo var ekki. West Ham hafði því örlitla heppni með sér að þessu sinni og ekki verður vanþörf á því í fallbaráttunni í vor. 

Liðið lyfti sér úr botnsæti úrvalsdeildarinnar með sigrinum og hefur nú 23 stig í næstneðsta sæti. Lánlaust lið Watford situr á botninum með 20 stig. Charlton er einnig í bullandi fallbaráttu og hefur 24 stig í 18. sætinu, en liði á þó leik til góða á næstu lið. Þrátt fyrir sigurinn í dag er West Ham nú 8 stigum frá Sheffield United sem er í 17. sætinu með 31 stig og slyppi við fall ef deildin kláraðist í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×