Enski boltinn

Stóri-Sam reiður

Sam Allardyce var reiður út í sína menn eftir tapið á Old Trafford í dag
Sam Allardyce var reiður út í sína menn eftir tapið á Old Trafford í dag NordicPhotos/GettyImages

Sam Allardyce var reiður eftir að hans menn í Bolton steinlágu 4-1 á Old Trafford í dag. Hann sagði sína menn hafa gefið Manchester United þrjú mörk og það eftir föst leikatriði, sem eru venjulega sterkasta hlið liðsins í vörn og sókn.

"Ég skil bara ekki upp eða niður í liðinu í dag. Við gáfum þeim þrjú mörk upp úr engu og það er okkar lið sem á að hafa hluti eins og föst leikatriði á hreinu - því við erum ekki með jafn mikla hæfileikamenn innan okkar raða. Þetta var skammarlegt og ég er reiður yfir því að við skulum hafa fengið tvær vikur til að undirbúa okkur fyrir þennan leik og svo fer þetta svona," sagði Stóri-Sam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×