Enski boltinn

Auðvelt hjá Chelsea

NordicPhotos/GettyImages

Chelsea vann í dag auðveldan 3-0 sigur á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni og minnkaði forskot Man Utd á toppnum niður í sex stig á ný. Paul Robinson, markvörður Tottenham, var maður dagsins eftir að hann skoraði eitt marka sinna manna í 3-1 sigri á Watford. Manchester City vann fyrsta leik sinn í deildinni síðan á nýársdag þegar liðið skellti Middlesbrough á útivelli 2-0. Ekkert mark var skorað í leikjum Reading - Portsmouth og Wigan - Fulham.

Andriy Shevchenko, Salomon Kalou og Michael Ballack skoruðu mörk Chelsea í sigrinum á Sheffield United. Jermaine Jenas, Paul Robinson og Hossam Ghaly skoruðu mörk Tottenham í sigrinum á Watford - þar af skoraði Robinson mark af um 80 metra færi gegn félaga sínum í enska landsliðinu - Ben Foster.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×