Enski boltinn

Paul Robinson markvörður skoraði fyrir Tottenham

Paul Robinson skoraði hjá félaga sínum í landsliðinu
Paul Robinson skoraði hjá félaga sínum í landsliðinu NordicPhotos/GettyImages
Enski landsliðsmaðurinn Paul Robinson hjá Tottenham afrekaði það í dag að skora mark fyrir lið sitt í leiknum gegn Watford. Robinson kom Tottenham í 2-0 í leiknum þegar hann tók aukaspyrnu úti á velli sem skoppaði yfir félaga hans í landsliðinu Ben Foster hjá Watford og í netið. Það er því ljóst að aumingja Foster þarf að hlusta á nokkra fimmaurabrandara frá félögum sínum í landsliðshópnum í næstu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×