Enski boltinn

Mourinho vill halda í Lampard og Terry

NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea vill ólmur halda þeim John Terry og Frank Lampard í röðum félagsins þangað til samningur hans rennur út árið 2010, en bresku blöðin hafa mikið ritað um að þeir væru á leið frá Chelsea í sumar.

"Ég vil helst sjá þá báða í liðinu áfram, sérstaklega ef ég verð hérna þangað til samningur minn rennur út árið 2010. Þeir eiga að vera hjá Chelsea, enda hafa þeir skrifað stóra kafla í sögu félagsins og eru andlit liðsins," sagði Mourinho í viðtali í dag og undirstrikaði að hann væri sjálfur ákveðinn í að vera áfram.

"Ég hef svarað þessum spurningum 50 sinnum á síðustu 10 dögum. Ég ætla að vera áfram hjá Chelsea," sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×