Enski boltinn

Johnson vill ljúka ferlinum hjá Everton

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Andy Johnson segir ekkert til í þeim orðrómi sem gengið hefur í bresku blöðunum undanfarið sem sagði hann þjást af heimþrá. Johnson segir að ef hann gæti skrifað undir ævilangan samning við Everton ef það stæði til boða.

Bresku blöðin héldu því fram í gær að Johnson þjáðist af heimþrá og vildi fara til Lundúna á ný. Johnson blés á þetta í viðtali á heimasíðu Everton í dag. "Ef ég gæti skrifað undir æviráðningu hjá Everton - myndi ég gera það á morgun. Ég er viss um að stuðningsmenn liðsins sjá það á mér hvað ég nýt mín vel hérna og ég vil fullvissa alla um að ég elska félagið og vil alls ekki fara héðan," sagði Johnson, sem vann sér sæti í enska landsliðinu á ný eftir að hann gekk í raðir Everton frá Crystal Palace í 1. deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×